top of page
NÝSKÖPUNARHRAÐALL
Fyrir framhaldskólanema
Skráning fyrir MEMA 2023 er hafin.
Skráðir skólar í MEMA 2022 eru:







Enn er hægt að skrá þinn skóla í MEMA 2022
Áfanginn gefur 5 einingar til stúdentsprófs. Sjá námskrá.
Hvað er MEMA ?
MEMA er viðurkenndur áfangi fyrir framhaldskólanemndur. Á sama tíma er MEMA hraðall eða samkeppni milli framhaldsskóla um lausnaleit í málaflokkum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til að efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega og tæknilega samvinnu ungmenna.
Sjá nánar um MEMA hér
Áskorun MEMA 2022 er Ekkert hungur
Áskorun MEMA 2022 er Ekkert hungur
Á hverju ári er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna valið sem leiðarljós í lausnaleit teymanna.


















Hvað er gert í MEMA ?
Í MEMA vinna framhaldsskólanemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Verkefnin eru umfangsmikil og fara nemendur í gegnum fimm spretti sem leiða þá í gegnum hönnunar- og tækniferli.
Rík áhersla er lögð á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Verkefnin er umfangsmikið og fara nemendur í gegnum fimm spretti: Þekkingar-, Hönnunar-, Tækni-, Þróun- og Lokasprettur.
Sjá nánar um spretti hér.
5 sprettir MEMA tímalína

Kynningarmyndband frá 2021
MEMA samstarf
MEMA-hraðallinn hefur vaxið, frá fyrsta hraðlinum sem settur var í gang haustið 2018. Fab Lab Reykjavík leiðir MEMA-hraðalinn með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, ráðgjöfum og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Leiðbeinendur, kennarar og ráðgjafar eru ómetanlegur hlekkur í leiðsögn nemenda í gengum allt ferlið. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu.
bottom of page