NÝSKÖPUNARHRAÐALL
Fyrir framhaldskólanema
Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti, SOFTBLOCK

Til hamingju Elísa Marie Guðjónsdóttir, Erla Lind Guðmundsdóttir og Eydís Rut Ómarsdóttir!
Hér sást þær eftir að hafa fengið afhent verðlaun fyrir MEMA 2021. Sigurteymið fékk í verðlaun 250.000 króna verðlaunafé frá EFLU, Háskóli Íslands öllum í sigurteyminu styrk sem nemur upphæð skráningargjalda fyrsta árið við Háskóla Íslands. Þar að auki gefur Frumkvöðlar vefnámskeið í stofnun fyrirtækja og hágreiðslustofan ShaveCave bauð öllu liðinu í klippingu. Þá gaf rafhlaupahjólaleigan Hopp Reykjavík teymunum á bak við þær fimm hugmyndir sem dómnefnd mat bestar 10 fríar ferðir.

Frumgerð af SOFTBLOCK sófaeiningu sem nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hönnuðu. Einingarnar eru samsettar úr gömlum dýnum. Innsta lagið eru pokagormar og bómullarfilt, næsta lag er svampur og ysta lagið er pólýester. Áklæðið er gert úr endurnýttum gardínum og munstrið er úr afgöngum af textíl-vínyl klippt niður í búta og pressað á. Mynstrið er innblásið af Terrazzo flísum. Rennilás er á áklæðinu til þess að auðvelda þrif. Hún gengur út á að lengja líftíma rúmdýna sem eru nú urðaðar heilar í gríðarlegu magni. SOFTBLOCK snýst um taka dýnurnar í sundur og nýta þær í sófaeiningar sem hægt er að raða saman eftir þörfum og aðstæðum notenda. Slíkar sessur henta afar vel í leikskólum, skólum og frístundastarfi.

Sjáið SOFTBLOCK myndbandið og allra tuttugu teymanna sem sendu sýna hugmynd inn til dómnefndar MEMA 2021 undir fyrri hraðlar/2021.
Uppskeruhátíð MEMA 2021
verður sýnd hér þriðjudaginn 14.des
Streymi hefst kl. 16:45
Dagskrá byrjar kl. 17:00
Sigur teymi MEMA 2021 hlýtur í verðlaun




EFLA er þekkingarfyrirtæki, með hátt í 50 ára sögu, og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.
EFLA veitir sigur teyminu 250.000 krónur í verðlaunafé.
Háskóli Íslands, býður upp á fjölbreytt námsframboð í öflugt umhverfi þar sem þverfaglegt samstarf, alþjóðatengsl og nýsköpun blómstra.
Háskóli Íslands veitir sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.
Frumkvöðlar.is veitir aðstoð í að ná árangri í fyrirtækjarekstri hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða ert þaulreyndur frumkvöðull. Frumkvöðlar.is gefur sigur teyminu vefnámskeið í stofnun fyrirtækja, námskeið sem fer yfir alla þá hluti sem þarft að vita til að geta stofnað sitt eigið fyrirtæki.
Shave Cave, staðsett á Grensásvegi 22, er hárgreiðslustofa þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af því að panta tíma.
Shave Cave veitur sigur teyminu fría klippingu.
Hopp Reykjavík er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisvænum samgöngu lausnum.
Hopp Reykjavík, veitir topp fimm sætunum tíu, 15 mínútna ferðir sem nota má hvenær sem er.

MEMA hugmyndir eru nú komnar á flug!
Kíkjum á hvað teymin eiga að skila inn
til dómnefndar 26. nóvember
MEMA - Menntamaskína 2021 er komin í gang
Kynningarmyndband
5 Sprettir MEMA Tímalína

Áskorun MEMA 2021 er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.


















Hvað er MEMA - MENNTAMASKÍNA ?
Hönnun og framkvæmd
Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi sínu. Verkefnið er umfangsmikið og fer fram í gegnum hönnunar og tæknispretti.
Að þessu sinni er áskorunin eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:
Ábyrg neysla og framleiðsla.
Sjá nánar um spretti hér.
