MEMA

 

MEMA TEYMI 2018

MeMa er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk.
MeMa er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmuna aðila. 
MeMa byggir á verkefnalotum sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði.  Í MeMa er lögð áhersla á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar. Með þátttöku í MeMa gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga Fab Lab Reykjavíkur

TÆKNISKÓLINN

Hrafnhildur Ósk Ásmundsdóttir, Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Róbert Orri Gunnarsson, Svavar Már Harðarson

Tækniskólinn bar sigur úr býtum með Zetuna, sem er sessa sem er forrituð til að geta breytt lögun sinni. Þannig getur sessan aukið blóðflæði til líkamans hjá þeim sem að sitja lengi og minnkar þannig hættu á legusárum. Teymi tækniskólans hlaut því eina milljón króna í þróunarstyrk frá MND-félaginu auk handleiðslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um næstu skref.

Umsjónarkennari: Erna Ástþórsdóttir

FJÖLBRAUTASKÓLINN Í BREIÐHOLTI

Jón Ágúst Arnórsson, Sara Halldórsdóttir, Marclester Ubaldo, Lára Kristín, Sara Halldórsdóttir, María Rós Arnfinnsdóttir

Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti vilja að fyrirtæki séu stolt af góðum aðgengismálum. Þau þróuðu listaverk sem auðvelt er að nýta sem ramp sem bætir aðgengi hjólastóla. Hér með smækkaðri útgáfu hugmyndarinnar

Umsjónarkennari : Sigríður Ólafsdóttir

VERSLUNARSKÓLINN

Saga Eysteinsdóttir, Atli Geir Alfreðsson og Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal

Teymi Verzlunarskóla Íslands, þróuðu appið Hjálpa, sem tengir saman fólk sem vill hjálpast að í daglegum athöfnum. Við getum gert svo margt saman

Umsjónarkennari: Hlín Ólafsdóttir

MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ

Fannar Þór Einarsson, Hekla AradóttirOrri Starrason, Stefán Logi Baldursson, Þorsteinn Sturla Gunnarsson

Teymi Menntaskólans í Hamrahlíð þróuðu hugmyndina FÖTluð. En það er fatnaður sem sniðin sem sniðin eru að þörfum fólks í hjólastól. Auðveldara er að klæðast þeim án aðstoðar, og þau eru ólíklegri til að krumpast sem getur valdið legusárum.

Umsjónarkennari: Jón Ragnar Ragnarsson

 

SAMSTARFSAÐILAR

 

Contact

Follow

©2019 by Fab Lab Reykjavík. Þóra Óskarsdóttir og Hafliði Ásgerisson