top of page

MEMA - 2018

Nýsköpunarhraðallinn MEMA - MenntaMaskína var haldin í fyrsta sinn haustið 2018. Áskorunin var eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Heilsa og Vellíðan.
Hraðallinn var haldinn fyrir framhaldsskólanemendur og komust fjögur nemendateymi í úrslit með frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Það voru Menntaskólinn við Hamrahlíð sem þróuðu klæðnað fyrir fólk í hjólastólum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með listaverk fyrir fyrirtæki sem nýtist sem rampur til að bæta aðgengi hjólastóla að fyrirtækinu, Verzlunarskóli Íslands með Appinu Hjálpa sem tengir saman fólk sem vill hjálpast að í daglegum athöfnum.
Tækniskólinn bar sigur úr býtum að þessu sinni, með sessu sem fellur saman og tútnar út til að auka blóðflæði í líkamanum til að koma í veg fyrir núningssár og verki hjá þeim sem að sitja lengi. 
MND félagið á Íslandi  veitti sigurteymi MEMA 2018 þróunarfé upp á 1. milljón króna Öll teymin fengu handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við útfærslu á viðskiptahugmynd. 

3-1.png
mnd.png
nyskopunarmidstod-islands-nmi-nyskopunar

MEMA úrslit 2018

Tækniskólinn

Tækniskólinn bar sigur úr býtum með Zetuna, sem er sessa sem er forrituð til að geta breytt lögun sinni. Þannig getur sessan aukið blóðflæði til líkamans hjá þeim sem að sitja lengi og minnkar þannig hættu á legusárum. Teymi Tækniskólans hlaut því eina milljón króna í þróunarstyrk frá MND-félaginu auk handleiðslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um næstu skref.

Untitled.png

Hrafnhildur Ósk Ásmundsdóttir, Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Róbert Orri Gunnarsson, Svavar Már Harðarson

Umsjónarkennari: Erna Ástþórsdóttir

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti vilja að fyrirtæki séu stolt af góðum aðgengismálum. Þau þróuðu listaverk sem auðvelt er að nýta sem ramp sem bætir aðgengi hjólastóla. Hér með smækkaðri útgáfu hugmyndarinnar.

fb2018.png

Jón Ágúst Arnórsson, Sara Halldórsdóttir, Marclester Ubaldo, Lára Kristín, Sara Halldórsdóttir, María Rós Arnfinnsdóttir

Umsjónarkennari : Sigríður Ólafsdóttir

Verzlunarskólinn

Teymi Verzlunarskóla Íslands, þróuðu appið Hjálpa, sem tengir saman fólk sem vill hjálpast að í daglegum athöfnum. Við getum gert svo margt saman.

verslo2018.png

Saga Eysteinsdóttir, Atli Geir Alfreðsson og Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal

Umsjónarkennari: Hlín Ólafsdóttir

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Teymi Menntaskólans við Hamrahlíð þróuðu hugmyndina FÖTluð. En það er fatnaður sem sniðin eru að þörfum fólks í hjólastól. Auðveldara er að klæðast þeim án aðstoðar, og þau eru ólíklegri til að krumpast sem getur valdið legusárum.

mh2018.jpg

Fannar Þór Einarsson, Hekla Aradóttir, Orri Starrason, Stefán Logi Baldursson, Þorsteinn Sturla Gunnarsson

Umsjónarkennari: Jón Ragnar Ragnarsson

RÁÐGJAFAR MEMA 2018

haflidi.jpeg

HAFLIÐI ÁSGERISSON

Sprettstjóri
Hönnunar og Tæknispretta

eyjólfur.jpg

EYJÓLFUR B. EYJÓLFSSON

Sérfræðingur Nýsköpunarmiðstöð Íslands

img_2933-3.jpg

ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR

Forstöðumaður
Fab Lab Reykjavíkur

bottom of page