MEMA - 2018
Nýsköpunarhraðallinn MEMA - MenntaMaskína var haldin í fyrsta sinn haustið 2018. Áskorunin var eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Heilsa og Vellíðan.
Hraðallinn var haldinn fyrir framhaldsskólanemendur og komust fjögur nemendateymi í úrslit með frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Það voru Menntaskólinn við Hamrahlíð sem þróuðu klæðnað fyrir fólk í hjólastólum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með listaverk fyrir fyrirtæki sem nýtist sem rampur til að bæta aðgengi hjólastóla að fyrirtækinu, Verzlunarskóli Íslands með Appinu Hjálpa sem tengir saman fólk sem vill hjálpast að í daglegum athöfnum.
Tækniskólinn bar sigur úr býtum að þessu sinni, með sessu sem fellur saman og tútnar út til að auka blóðflæði í líkamanum til að koma í veg fyrir núningssár og verki hjá þeim sem að sitja lengi.
MND félagið á Íslandi veitti sigurteymi MEMA 2018 þróunarfé upp á 1. milljón króna Öll teymin fengu handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við útfærslu á viðskiptahugmynd.