top of page

MEMA - 2022

MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem varð fyrir valinu var tengt markmiði 2, Ekkert hungur. Tuttugu og tveimur lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2022 og við tók ströng yfirferð verkefna.

Fjölbreytt teymi frá sex framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2021 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Tækniskólanum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.

 

2-1.png

UPPSKERUHÁTÍÐ MEMA 2022

Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti, FJALLAFLÖGUR

Til hamingju Birna Ösp Traustadóttir, Kjartan Thors Hagedorn-Olsen og Theodora Sveinsdóttir

með sigurhugmynd ykkar FJALLAFLÖGUR!

Lausn þeirra er næringar- og próteintík matvara sem búin er til úr t.d. blóðmöri.

Teymið vann að útfræslum að snakki sem hægt væri að búa til úr auðlindum landsins á sama tíma að minnka matarsóun og seðja hungur.

Uppskeruhátíð MEMA 2022 fór fram 14. desember 2022,  í sal Arion Banka í Borgartúni 19.  Þar sem tuttugu og tvö teymi kepptu um að hljóta sigurtitil MEMA 2022 og fá í verðlaun

Gjafabréf frá Samkaup, styrk frá Háskóli Íslands að upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið og Hopp Reykjavík veitir 3.000 krónu gjafabréf.

 Viðburðurinn var opinn öllum sem láta sig málefni um áskoranir samfélagsins varða. 

Áður en dagskrá hóft fengu þátttakendur afhent þátttökuskjal fyrir að skila inn lausnum til dómnefndar og bókina Toppstöðin eftir þau Kristinn Jón Ólafsson og Þórdísi Jóhannsdóttir Wathne.  Gjöf við hæfi þar sem hún miðla yfir fjörtíu reynslusögum og praktískri þekkingu úr frumkvöðlaumhverfinu og atvinnulífinu. Vonandi verða sögurnar hvatning fyrir þátttakendur MEMA-hraðalsins að halda áfram með hugmyndir sínar og elta drauma sína.

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri MEMA, stýrði viðburðinum og bauð alla velkomna á sama tíma sem hún kynnti dagskrána sem samanstóð af:

  • ávarpi frá Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

  • ávarp frá Dr. Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.

  • samantekt af öllum hugmyndum sem bárust dómnefnd.

  • lausnum sem dómnefnd valdi til úrslita.

  • Tilkynnt hvaða teymi vann MEMA 2022 og verðlaun afhent.

Til úrslita valdi dómnefnd lausnirnar Ekkert lekkert og Fjallaflögur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Mýslihýsi og Súperteningar teymi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og Út úr kú teymi Tækniskólans. 

Myndböndin þeirra ásamt allra innsendra hugmynda má sjá hér fyrir neðan.