Hvernig fer MEMA fram?

Allir nemendur í MEMA fá kennslubók sem inniheldur allar nauðsynlegustu upplýsingar varðandi nýsköpunar- og þróunarferlið. Kennarar, fyrirlesarar og sérfræðingar koma einnig með auka kennsluefni sem gæti verið mismunandi eftir teymum, hugmyndum og/eða skólum. Allir nemendur þurfa að stofna aðgang að síðunni og skila inn gögnum í lok hvers spretts

1. ÞEKKINGARSPRETTUR

Þegar þekkingarspretti er lokið eiga teymi að vera fullmótuð og komin gróf stefna um hvað teymið vill þróa áfram. Í lok þekkingarspretts þarf að skila inn nöfnum allra í teyminu, upplýsingum um skóla og kennara, grófri lýsingu á verkefninu ásamt mynd af teyminu.

2. HÖNNUNARSPRETTUR

Á hönnunarspretti kanna teymin ólíka þætti tengda áskorunni til þess að skila vandamálið betur og uppgötva væntanleg tækifæri. Að loknum hönnunarspretti hafa teymin ákveðið hvaða útgáfu/r þau vilja taka áfram í næsta sprett til að útbúa frumgerðir. Í lok hönnunarspretts skila teymin inn myndum af lausnarteikningum ásamt hönnunarsamantekt.

3. TÆKNISPRETTUR

Á tæknispretti útfæra teymin hugmyndina sína í raunverulega lausn. Teymin byrja á einfaldri frummynd sem síðar er útfærð í prófanlega frumgerð. Frumgerðinni er ætlað að vera prófanleg með hagsmuna aðilum. Í lok tæknispretts skil teymi inn mynd af frumgerð.

4. ÞRÓUNARSPRETTUR

Á þróunarspretti er frumgerðin þróuð áfram í raunhæfa frumgerð sem hægt er að prófa. Frumgerðin er prófuð með notendum til þess að fá endurgjöf með það markmið að varpa ljósi á galla eða möguleika á endurbótum. Frumgerðin er þróuð áfram og endurbætt eftir þörfum. Í lok þróunarspretts skila teymin inn mynd af uppfærðri frumgerð ásamt niðurstöðum úr notendaprófunum.

5. LOKASPRETTUR

Á lokaspretti fínpússa teymin hugmyndir og frumgerðir og undirbúa kynningu verkefna sinna fyrir dómnefnd í lokahófi. Öll teymin kynna sínar frumgerðir og ein hugmynd vinnur til verðlauna. Fyrir utan að kynna verkefni sín fyrir dómnefnd á lokaspretti þá þurfa teymi að skila inn lokaskilum sem samanstendur af plakati sem útskýrir frumgerðina og stuttu kynningarmyndband.