top of page

MEMA - 2025

MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem varð fyrir valinu var tengt markmiði 13, Aðgerðir í loftslagsmálum. fimm lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2025 og við tók ströng yfirferð verkefna.

Fjölbreytt teymi frá tveimum framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2025 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Fjölbrautaskóla Vesturlands

 

13.png

UPPSKERUHÁTÍÐ MEMA 2025

Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Are we the boiling frog?

Til hamingju Heorhii Tkachenko, Malini Sakundet, Norah Calvo Corotenco og Patricia Birimumaso með sigurhugmynd ykkar Are we the boiling frog?

2025-areWeTheBoilingFrog - FÁ.png

Lausnin einfaldar og sameinar flókin loftslagsmál og hvetur ungt fólk til aðgerða. Verkefnið byggir á gagnvirkri teiknimyndasögu sem nýtir suðupottarlíkínguna (boiling frog analogy) til að sýna hvernig hægfara loftslagsbreytingar geta farið fram hjá okkur.

Eftir hvern kafla sögunnar geta lesendur valið hvort þau „hoppi úr pottinum“ og fái þá raunhæfa loftslagsaðgerð sem hægt er að framkvæma strax eða "sitji áfram í pottinum" og fá þá fræðslu um staðreyndir loftslagsbreytinga. Aðeins með því að velja aðgerðir í hvert skipti er hægt að klára söguna. Verkefnið nýtir list og tækni til að gera loftslagsmálin aðgengilegri fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.

Uppskeruhátíð MEMA 2025 fór fram 5. desember 2025,  í Fenjamýri, Grósku.  Þar sem fimm teymi kepptu um að hljóta sigurtitil MEMA 2025.
Sigurteymi MEMA 2025 fengu í verðlaun Gjafabréf frá Fab Lab Reykjavík, styrk frá Háskóli Íslands að upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið og 200.000 kr frá Huawai.

 

FÁ 2025_Are We The Boiling Frog

Sigurteymi MEMA 2025.

 Viðburðurinn var opinn öllum sem láta sig málefni um áskoranir samfélagsins varða. 

Áður en dagskrá hóft fengu þátttakendur afhent þátttökuskjal fyrir að skila inn lausnum til dómnefndar og bókina Toppstöðin eftir þau Kristinn Jón Ólafsson og Þórdísi Jóhannsdóttir Wathne.  Gjöf við hæfi þar sem hún miðla yfir fjörtíu reynslusögum og praktískri þekkingu úr frumkvöðlaumhverfinu og atvinnulífinu. Vonandi verða sögurnar hvatning fyrir þátttakendur MEMA-hraðalsins að halda áfram með hugmyndir sínar og elta drauma sína.

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur, stýrði viðburðinum og bauð alla velkomna á sama tíma sem hún kynnti dagskrána sem samanstóð af:

  • Ávarp til þátttakenda

  • Kynning á öllum innsendum lausnum

  • Verðlaunaafhending

Sigurvegarar MEMA 2025 voru:
Heorhii Tkachenko, Malini Sakundet, Norah Calvo Corotenco og Patricia Birimumaso með lausnina sína Are we the boiling frog? 

 

Myndir má sjá frá viðburðinum hér,og

myndband með hugmyndum allra sem skiluðu inn má sjá neðar á síðunni. 

ÞÁTTTÖKUSKÓLAR Í MEMA - 2025

fa.png

Sigurvegari
MEMA 2025

Are we the boiling frog?

Allar innsendar lausnir

fa.png

Junked

Veður refur

Litla jólabeinabúðin

Verðlaun MEMA 2025

Gjafabréf frá Fab Lab Reykjavík að andvirði 100.000.

HÍ Logo 2021.png

Háskóli Íslands veitir sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

Most up to date logo_transparency (1).png
toppstodin.jpg

Huawei á Íslandi veitir sigurteyminu 200.000 kr

Allir þátttakendur fá bókin Toppstöðin.

Dómnefnd MEMA 2025

Beatriz portrait_edited.jpg

Beatriz Garcia Martinez

Samskiptastjóri
Huawei á Íslandi

Oddur.jpeg
Prófílmynd_edited.jpg

Sólrún Arnarsdóttir

Textílhönnun og lagði þar áherslu á lífhönnun og sjálfbær kerfi.

IMG_3920 1x1 gratt.JPG
ThoraFabLabRvk_edited_edited.jpg

Verkefnisstjóri MEMA

Forstöðukona
Fab Lab Reykjvík

img_2933-3.jpg
FB_IMG_1698952235954_edited_edited_edite

Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Líffræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

HVAÐ ER MEMA?

mh

MEMA er nýsköpunarhraðall fyrir framhaldsskólanemendur þar sem þeir vinna að því að þróða hugmyndir sínar og koma þeim í verk í formi frumgerða. MEMA er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við t.d. Fab Lab Reykjavík, Háskóla Íslands, sérfræðinga og aðila úr atvinnulífinu. 

Í MEMA er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með málaflokka Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í lausnleit þeirra. MEMA byggir á verkefnalotum eða sprettum, sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MEMA er rík áhersla lögð á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Verkefnin er umfangsmikið og fara fram í gegnum fimm spretti: Þekkingar-, Hönnunar-, Tækni-, Þróun- og Lokasprettur.  

Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar samtímis sem þau efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega og tæknilega samvinnu ungmenna. 

 

Markmið verkefnisins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Einnig að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál.

 

Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu. 

​​

MEMA hefst strax og framhaldsskólar byrja kennslu í ágúst, nemendur skila inn lausnum sínum til dómnefndar í lok nóvember. Hraðlinum lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar. 

Sjá nánar um fyrri hraðla hér

Skipuleggjendur MEMA 2025

IMG_3920 1x1 gratt.JPG

Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

Forstöðukona Fab Lab Reykjavík

andri

Andri Sæmundsson

Sérfræðingur
hjá Fab Lab Reykjavík

anna_edited.jpg

Anna Reneau

Sérfræðingur
hjá Fab Lab Reykjavík

Oddur.jpeg

Oddur Sturluson

Verkefnastjóri nýsköpun og menntasamfélag hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FB.png
FLR LOGO (1).png
HÍ Logo 2021.png
Most up to date logo_transparency (1).png
mrnlogo.png
reykjavik_logo_png.png
bottom of page