top of page

MEMA - 2020

Fjölbreytt teymi frá sjö framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2020 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Tækniskólanum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólanum við Ármúla. 
MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem nú varð fyrir valinu var tengt markmiði 11, Sjálfbærar borgir og samfélög. Gára styður við heimsmarkmiðið með nýtingu hringrásarhagkerfisins við framleiðslu vörunnar.
Sautján lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2020 og við tók ströng yfirferð verkefna.

11-1.png
FBlogo_edited_edited.png
MH_edited.jpg
tsk.jpg
Logo-3,5x5,0cm-an-texta.jpg
download_edited_edited.jpg
fva_edited.jpg
fa.png

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti sigraði MEMA nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna 2020 með verkefnið Gára. Markmið Gáru er að bæta endurnýtingu pappírs á Íslandi til að draga þannig úr útflutningi á sorpi. 
Teymið endurnítti pappír og prófuðu sig áfram til að búa til  hljóðdempandi klæðningu unna úr endurunnum pappír.
Í Teyminu voru Lakshmi Björt Þuríðardóttir Jacob, Katrín Helga Davíðsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir og Guðlaugur Hrafn Kristjánsson. 

131350075_692081534823188_28602085699078

Kynningarmyndband