top of page
MEMA - 2020
Fjölbreytt teymi frá sjö framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2020 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Tækniskólanum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem nú varð fyrir valinu var tengt markmiði 11, Sjálfbærar borgir og samfélög. Gára styður við heimsmarkmiðið með nýtingu hringrásarhagkerfisins við framleiðslu vörunnar.
Sautján lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2020 og við tók ströng yfirferð verkefna.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti sigraði MEMA nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna 2020 með verkefnið Gára. Markmið Gáru er að bæta endurnýtingu pappírs á Íslandi til að draga þannig úr útflutningi á sorpi.
Teymið endurnítti pappír og prófuðu sig áfram til að búa til hljóðdempandi klæðningu unna úr endurunnum pappír.
Í Teyminu voru Lakshmi Björt Þuríðardóttir Jacob, Katrín Helga Davíðsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir og Guðlaugur Hrafn Kristjánsson.
Kynningarmyndband
Play Video
Tækniskólinn
Í öðru sæti var teymi úr Tækniskólanum með Neyðarhnappin Björg, hnappinn er hægt að nota til að stuðla að öryggi einstaklinga sem búa við heimilisofbeldi.
Kynningarmyndband
Play Video
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Þriðja sæti hlaut teymi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir hugmyndina Rykhettan, þar er lagt til að ljósastaurar verði húðaðir með efninu Sunspace til að draga úr svifryksmengun.
Kynningarmyndband
Rykhettanminna
Play Video
Verðlaun fyrir sigurteymi MEMA 2020 veita
Allir í sigur teyminu fengu SAMSUNG S20 FE síma, niðurfellingu á innritunargjaldi til náms í Háskóla Íslands, annað sæti hlaut SAMSUNG BUDS+ heyrnatól, þriðja sæti fékk í verðlaun gjafakort frá Reykjavík escape og vistvænar nytjavörur frá Vistveru. Allir þátttakendur fengu bókina Toppstöðin í verðlaun.
RÁÐGJAFAR MEMA 2020
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson
Meistaranemi í líffræði, starfar við rannsóknir og kennslu við HÍ
SKIPULEGGJENDUR MEMA 2020
BRYNDÍS STEINA FRIÐGEIRSDÓTTIR
Verkefnisstjóri
MeMa 2020
HAFLIÐI ÁSGERISSON
Sprettstjóri
Tæknispretta
ForstöðumaðurFab Lab Reykjavíkur
ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR
ÓLÖF VIGDÍS
RAGNARSDÓTTIR
Verkefnastjóri nýsköpunar hjá
Háskóla Íslands
Þekkingarsprettur 2020
Lokahóf MEMA 2020
Þrátt fyrir Covid krísu hafa 70 nemendur úr 7 framhaldsskólum þróað lausnir sem styðja við sjálfbærni samfélaga. Með einstakri útsjónarsemi hefur þátttakendum hefur tekist að vinna saman í teymum þrátt fyrir heimsfaraldur. Þau hafa unnið saman í gegnum netið, mætt í Fab Lab ilmandi af spritti klædd grímum og hönskum. Þvílík seigla!
bottom of page