top of page

MEMA - 2019

Fimm teymi framhaldsskólanema náðu að ljúka MEMA - nýsköpunarhraðlinum nú árið 2019. Öll teymin bjuggu til frumgerð sem tekst á við eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Aðgerðir í loftslagsmálum. Menntaskólinn í Reykjavík vann hraðalinn að þessu sinni, með Mosa flísar - klæðning fyrir mannvirki.  Í verðlaun hlaut teymið 1. milljón króna frá Veitur og niðurfellingu skráningargjalda hjá Háskóli Íslands. Hugmyndirnar voru allar frammúrskarandi, fá því öll teymin handleiðslu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við næstu skref.
 

MEMA teymi árið 2019 voru frá Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn við HamrahlíðTækniskólinnBorgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík. Að baki hraðlinum 2019 standa Fab Lab Reykjavik Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Veitur.

Hér má sjá myndir af hverju teymi og þeirra verkefnum frá Lokaspretti 2019

13.png
Veitur.png
20160425111435!Merki-HÍ.png
nmi1.jpg

Menntaskólinn í Reykjavík

Sigurteymið árið 2019, með verkefnið sitt Mosaflísar, var teymi Menntaskólans í Reykjavík. En þau bjuggu til klæðningu fyrir mannvirki úr glertrefjum og hrauni. Á klæðningunni vex mosi sem bæði fegrar umhverfið og bætir loftgæði borga. 

Á myndinni má sjá teymismeðlimi:
Júlía Sóley Gísladóttir, Jason Andri Gíslason, Örn Steinar Sigurbjörnsson, Kjartan Þorri Kristjánsson og Ólafur Heiðar Jónsson

mr2019.png

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti með snilldarlausn til að takast á við matarsóun. Lausnin þeirra er smáforritið og þjónustan Endur. Appið auðveldar matvöruverslunum að koma vörum á síðasta söludegi til neytenda, með uppskriftum, matarpökkum og leikjum. 

fb2019.png

Atli Snær Kristjánsson, Álfrún Auður Bjarnadóttir, Róbert Örn Ketilsson, Lilly Karen Pálsdóttir og Ólafur Tómas

Tækniskólinn

Teymi Tækniskólans, var með gríðarlega útpælda lausn til að virkja fólk til að nýta vistvæna samgöngumáta. En smáforrit þeirra getur áætlað afar nákvæmlega með hvernig farartæki fólk kemst á milli staða. Þannig safnar forritið upplýsingum um hve mikinn koltvísýring fólk sparar með því að velja vistvænan ferðamáta. Fólk getur þannig unnið sér inn hvata, t.d í formi samgöngustyrks, vara eða jafnvel frítíma í vinnunni gegn þessari söfnun á vistvænum kílómetrum. Smáforritið er nánast tilbúið til innleiðingar og við vonum svo sannarlega að það verði komið í flesta síma á næsta ári.

Tskoli.jpeg

Ragnar Már Róbertsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Davíð Hafsteinsson, Magnús Bjarki Þórlindsson, Sindri Ragnarsson

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Teymi Menntaskólans við Hamrahlíð bjó til afar frumlega lausn til að safna lífrænum úrgangi. En tunnan er búin til úr efni sem líkist frauðplasti en er lífniðurbrjótanlegt. Tunnan er fyllt af lífrænum úrgangi og er svo fjarlægð og brotnar svo niður ásamt innihaldinu í moltu.

mh2019.png

Gabríel Einarsson, Katla Ýr Sebastiansdóttir Peters, Una Barkardóttir, Stefán Nordal

Verðlaunaafhending

Ver%C3%B0laun_edited.jpg

RÁÐGJAFAR MEMA 2019

haflidi.jpeg

HAFLIÐI ÁSGERISSON

Sprettstjóri
Hönnunar og Tæknispretta

eyjólfur.jpg

EYJÓLFUR B. EYJÓLFSSON

Sérfræðingur Nýsköpunarmiðstöð Íslands

img_2933-3.jpg

ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR

Forstöðumaður
Fab Lab Reykjavíkur

kri_visindasmidjan_gudrun_1200x800_edite

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BACHMANN

Framkvæmdastjóri Vísindasmiðju HÍ

%C3%93l%C3%B6f_Vigd%C3%ADs_Ragnarsd%C3%B

ÓLÖF VIGDÍS RAGNARSDÓTTIR

Verkefnastjóri nýsköpunar
hjá Háskóla Íslands

XNBPK7nJ_400x400.jpg

MARTIN SWIFT

Sérfræðingur Þekkingarsprettur

bottom of page