Fyrri MEMA hraðlar
MEMA er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk. MEMA er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmuna aðila. MEMA byggir á verkefnalotum sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MEMA er lögð áhersla á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga Fab Lab Reykjavíkur. Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi sínu. Verkefnið er umfangsmikið og fer fram í gegnum hönnunar og tæknispretti. MEMA hefst í ágúst og lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar.