MEMA - Nýsköpunarhraðall
MEMA er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk. MEMA er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmuna aðila. MEMA byggir á verkefnalotum sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MEMA er lögð áhersla á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga Fab Lab Reykjavíkur. Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi sínu. Verkefnið er umfangsmikið og fer fram í gegnum hönnunar og tæknispretti. MEMA hefst í ágúst og lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar.
Hér að neðan má sjá lausnir fyrri ára.
Ábyrg neysla og
framleiðsla
12. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur

Sjálfbærar borgir og samfélög
11. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg
Aðgerðir í loftslagsmálum
13. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra
Heilsa og vellíðan
3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Kvennaskólinn í Reykjavík)
Verzlunarskóli Íslands