MEMA
Í MEMA er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar með viðurkenndri aðferðarfræði notuð af alþjóðlegum stórfyrirtækjum.
Við viljum efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt
í samfélaginu og leysa vandamál. Með því að halda samkeppni milli framhaldsskóla um lausna leit í málaflokkum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna viljum við efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega-
og tæknilega samvinnu ungmenna. Markmið verkefnisins er að nýta
nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi.
Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi sínu. Verkefnið er umfangsmikið og fer fram í gegnum hönnunar og tæknispretti. MeMa hefst í ágúst og lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar.
Sjá fyrri hraðla hér.

Nánar um spretti
1. ÞEKKINGARSPRETTUR
Þekkingarsprettur er fyrsta skrefið í því að útfæra góða hugmynd. Þekkingarspretturinn fer fram í Háskóla Íslands Á þekkingarspretti sitja nemendur fyrirlestra sérfræðinga á því sviði sem tekið er fyrir. Áskorun er alltaf valin út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.
2. HÖNNUNARSPRETTUR
Hönnunarsprettur er haldinn af framhaldsskólum sem bjóða uppá MEMA áfanga. Þar fá nemendur verkfæri og handleiðslu í að útfæra hugmyndir sínar eftir nýsköpunaraðferðum stórfyrirtækja. Hönnunarspretturinn er byggir á aðferðafræði Design Sprint, hugmyndafræði sem hefur notið mikilla vinsælda hjá tæknifyrirtækjum víða um heim.
3. TÆKNISPRETTUR
Tæknisprettur er því næst, en á tæknispretti þróa nemendur frumgerðir af hugmyndinni sinni. Tæknispretturinn fer fram í Fab Lab Reykjavík. Frumgerðinni er ætlað að vera prófanleg með hagsmuna aðilum.
4. Þróunarsprettur
Þróunarsprettur er nýttur til að þróa raunhæfa frumgerð og prófa með notendum. Endurgjöf notenda er svo nýtt til þess að betrumbæta hugmyndina og frumgerðina.
5. LOKASPRETTUR
Prófanir og lokasprettur rekur lestina, en þar er frumgerðin prófuð með óháðum hagsmuna aðilum. Þar fá þátttakendur dýrmæta innsýn inn í huga notenda/hagsmuna aðila að lausninni. Besta lausnin er svo valin af dómnefnd.
Verðlaun MEMA 2021





Háskóli Íslands veitir sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.
EFLA veitir sigur teyminu 250.000 krónur í verðlaunafé.
Frumkvöðlar.is gefur sigur teyminu vefnámskeið í stofnun fyrirtækja, námskeið sem fer yfir alla þá hluti sem þarft að vita til að geta stofnað sitt eigið fyrirtæki.
Shave Cave veitur sigur teyminu fría klippingu.
Hopp Reykjavík veitir topp fimm sætunum 10, 15 mínútna fríferðir sem nota má hvenær sem er.
Verðlaun 2020

Háskóli Íslands gaf öllum í sigurteyminu niðurfellingu á innritunargjaldi til náms í Háskóla Íslands

Tæknivörur gaf öllum í sigurteyminu SAMSUNG S20 FE síma ásamt því að gefa öllum í öðru sæti SAMSUNG BUDS+ heyrnatól

Reykjavík Escape gaf öllum í þriðja sæti gjafabréf í Reykjavík Escape.

Vistvera gaf öllum í þriðja sæti vistvænar nytjavörur frá Vistveru.

Allir þátttakendur fengu bókina Toppstöðin í verðlaun.
Verðlaun 2019

