top of page

NÝSKÖPUNARHRAÐALL

Fyrir framhaldskólanema

Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólans við Ármúla, Uggbitar

Til hamingju Emilía Ýr Heiðarsdóttir, Katrín Edda Guðlaugsdóttir, Áróra Glóð Sverrisdóttir, Birna Clara Ragnarsdóttir, David Juskevicius og Ugne Jankute

með sigurhugmynd ykkar UGGBITAR! (Fish Flakes)

FishFlakes.PNG

Lausn þeirra er næringar- og próteintík matvara sem búin er til úr t.d. nota ugga fisksins sem er almennt
hent og búa til bragðgott snakk sem er hollt og sjálfbært. Þetta snakk er með fullt af kollageni og
öðrum hollum vítamínum

Teymið vann að útfærslum að snakki sem hægt væri að búa til úr auðlindum hafsins á sama tíma að minnka fiski úrgang.

Uppskeruhátíð MEMA 2023 fór fram 23. nóvember 2023,  í sal Háskóla Íslands.  Þar sem fjórtán teymi kepptu um að hljóta sigurtitil MEMA 2023.
Sigurteymi MEMA 2023 fengu í verðlaun Gjafabréf frá Fab Lab Reykjavík, styrk frá Háskóli Íslands að upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið og gjafabréf í Sky lagoon, gjöf frá Saga Natura, gjöf frá NÆRA, gjöf frá Zeto og blóm frá Blómahönnun.

 

CGB_MEMA_WebRes-63.jpg

Sigurteymi MEMA 2023. Mynd: CAT GUNDRY-BECK

 Viðburðurinn var opinn öllum sem láta sig málefni um áskoranir samfélagsins varða. 

Áður en dagskrá hóft fengu þátttakendur afhent þátttökuskjal fyrir að skila inn lausnum til dómnefndar og bókina Toppstöðin eftir þau Kristinn Jón Ólafsson og Þórdísi Jóhannsdóttir Wathne.  Gjöf við hæfi þar sem hún miðla yfir fjörtíu reynslusögum og praktískri þekkingu úr frumkvöðlaumhverfinu og atvinnulífinu. Vonandi verða sögurnar hvatning fyrir þátttakendur MEMA-hraðalsins að halda áfram með hugmyndir sínar og elta drauma sína.

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri MEMA, stýrði viðburðinum og bauð alla velkomna á sama tíma sem hún kynnti dagskrána sem samanstóð af:

  • Ávarp: Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

  • Ávarp: Birna Ösp Traustadóttir, Fjallaflögur sigurhugmynd MEMA 2023

  • Ávarp: Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavík Þóra Óskarsdóttir afhendir teymum í stafrófstöð þátttökuskjal og bókina Toppstöðina gjöf.

  • Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Þóra Óskarsdóttir tilkynna sigurhugmynd MEMA 2023

Til úrslita valdi dómnefnd lausnirnar eftir:

Hörður Christian Newman nemandi við Menntaskólinn á Ísafirði hneppti annað sætið fyrir hugmyndina Sædís. Sædís er útsýnissjókví sem ræktar þara og kræklinga til að hreinsa mengun og draga úr súrnun sjávar. Sædís minnir notendur einnig á mikilvægi hafsins fyrir líf á jörðinni og fræðir um heilsu hafsins.

Lilju Óskar Ragnarsdóttur úr FB sem hneppti þriðja sæti með Location Trawl sem er búnaður sem auðveldar söfnun og eftirfylgni með drauganetum. Búnaðurinn rekur fiskinet með GPS-staðsetningarbúnaði og útvarpsbylgjum þannig að hægt sé að staðsetja netin.

Úlfrún Kristínudóttur, Ásthildar Emelíu Þorgilsdóttur og Ingólfs Ísarr Ingólfssonar úr Menntaskólinn við Hamrahlíð með hugmyndina  Sokkur, sem fengu fjórða sætið með frárennslisnet sem hægt er að koma fyrir í lækjum þar sem mikil plastmengun er fyrir hendi, t.d. á byggingarsvæðum og við fráveituop.

 

Einnig vildu nemendur nýta betur vanmetnar auðlindir, eins og þara og komu fram þó nokkrar spennandi hugmyndir t.d. úr Framhaldsskóla Snæfellinga sem þróuðu íþróttadrykki þar sem notast er við þara sem eykur næringargildi slíkra drykkja. Þar sem áherslan var á heilsu hafsins voru einnig margar hugmyndir þróaðar.

 

Myndir má sjá frá viðburðinum hér, ljósmyndari Cat Gundry-Beck og

myndböndin þeirra ásamt allra innsendra hugmynda má sjá neðar á síðunni. 

MEMA - 2023

MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem varð fyrir valinu var tengt markmiði 2, Líf í vatni. Fimmtán lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2023 og við tók ströng yfirferð verkefna.

Fjölbreytt teymi frá fimm framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2023 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Menntaskólanum á Ísafirði

 

14-1.png

ÞÁTTTÖKUSKÓLAR Í MEMA - 2023

FBlogo_edited_edited.png
Logo-3,5x5,0cm-an-texta.jpg
fa.png
MH_edited.jpg
download.jpg

Kynningarmyndbönd
MEMA 2023

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Location Trawl

fb

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Uggbitar

fa

Kókoshnetuhjólabretti

Sjávar Dróni

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

KELPCO

fs

Menntaskólinn á Ísafirði

Þolmarkatími

fMos

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Hraðagrip

mh

Plekk

Frárennslissokkur

Þarakrem

Þarftur

Vistvæn strönd

Verðlaun MEMA 2023

HÍ Logo 2021.png
næraLogo.jpeg
zetoLogo.png
blomahonnunLogo.jpeg
toppstodin.jpg

Gjafabréf frá Fab Lab Reykjavík að andvirði 100.000.

Háskóli Íslands veitir sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

Gjafabréf í Sky lagoon

Gjöf frá Saga Natura

Gjöf frá Næra

Gjöf frá Zeto

Blóm frá Blómahönnun

Allir þátttakendur fá bókin Toppstöðin.

Dómnefnd MEMA 2022

ThoraFabLabRvk_edited.jpg

Þóra Óskarsdóttir

Forstöðukona Fab Lab Reykjvík

FB_IMG_1698952235954_edited_edited.jpg

Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Líffræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Prófílmynd_edited.jpg

Sólrún Arnarsdóttir

Textílhönnun og lagði þar áherslu á lífhönnun og sjálfbær kerfi.

HVAÐ ER MEMA?

MEMA er nýsköpunarhraðall fyrir framhaldsskólanemendur þar sem þeir vinna að því að þróða hugmyndir sínar og koma þeim í verk í formi frumgerða. MEMA er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við t.d. Fab Lab Reykjavík, Háskóla Íslands, sérfræðinga og aðila úr atvinnulífinu. 

Í MEMA er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með málaflokka Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í lausnleit þeirra. MEMA byggir á verkefnalotum eða sprettum, sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MEMA er rík áhersla lögð á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Verkefnin er umfangsmikið og fara fram í gegnum fimm spretti: Þekkingar-, Hönnunar-, Tækni-, Þróun- og Lokasprettur.  

Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar samtímis sem þau efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega og tæknilega samvinnu ungmenna. 

 

Markmið verkefnisins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Einnig að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál.

 

Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu. 

​​

MEMA hefst strax og framhaldsskólar byrja kennslu í ágúst, nemendur skila inn lausnum sínum til dómnefndar í lok nóvember. Hraðlinum lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar. 

Sjá nánar um fyrri hraðla hér

Skipuleggjendur MEMA 2022

75439298_10162676656745061_5208857974910

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

Forstöðukona Fab Lab Reykjavík

asdf.PNG

Andri Sæmundsson

Tæknisérfræðingur
hjá Fab Lab Reykjavík

kri_visindasmidjan_gudrun_1200x800_edite

Guðrún Jónsdóttir Bachman

Kynningarstjóri vísindamiðlunar við markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands

%C3%93l%C3%B6f_Vigd%C3%ADs_Ragnarsd%C3%B

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FB.png
reykjavik_logo_png.png
FLR LOGO (1).png
HÍ Logo 2021.png
mrnlogo.png
bottom of page