top of page

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐUÞJÓÐANNA

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. 

Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því er mikilvægt að ríki horfi ekki eingöngu til meðaltala við mælingar á árangri sínum heldur nálgist innleiðingu markmiðanna á heildstæðan hátt. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Þá eru innri tengsl og samþætt eðli markmiðanna afar þýðingarmikil fyrir framkvæmd þeirra. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030.

Getan til að greina möguleika nýsköpunar í samfélaginu og atvinnulífinu er verðmæt í okkar síbreytilega umhverfi. Upphaf ferðalagsins hefst í upphaf annar með því að skoða nærumhverfi okkar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að beina augum okkar að sameiginlegu viðfangsefni sem unnið verður út frá. Á hverju ári er markvisst unnið með ákveðið heimsmarkmið og helstu áherslur innan málaflokksins kynntar af sérfræðingum. Hugmyndir vaxa út af því að við spyrjum spurningar. Rík áhersla er því lögð á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir gegnum hópavinnu samhliða sjálfstæðri rannsóknarvinnu gegnum allt ferlið.  Upplýsingum er safnað frá eigin rannsóknum og sérfræðingum til þess að dýpka þekkingu á markmiðinu og aðstoða við að vinna úr hugmyndum til að skilgreina áskorun sem hvert teymi vill einblína á.  

Hér að neðan má sjá tengiliði á síður með nánari upplýsingar um hvert markmið og í röð þau hafa verið fyrir.

2-1.png

02 EKKERT HUNGUR

Áskorun MEMA-hraðalsins árið 2022 er Markmið - 02 - Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 

 

HELSTU ÁSKORANIR Á ÍSLANDI:

• Sjálfbær þróun í fiskveiðum og landbúnaði
• Lífræn og heilnæm framleiðsla
• Tryggja framfærslu allra landsmanna

 

Upplýsingar tengt markmiðinu má t.d. finna hér:

HEIMSMARKMIÐIN.IS

HEIMSMARKMIÐIN, FACEBOOK SÍÐA

UN.IS

Myndbönd: 

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

HEIMSMARKMIÐ

12 Ábyrg neysla og framleiðsla

12. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur.

Í MEMA 2021 tóku sex framhaldsskólar þátt. Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá Lokahófi MEMA 2021.

12.png
11-1.png

11 Sjálfbærar borgir og samfélög

11. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg.

Í MEMA 2020 tóku sjö framhaldsskólar þátt. Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá Lokahófi MEMA 2020.

13.png

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

13. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

Í MEMA 2019 luku fimm teymi MEMA-hraðlinum. Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá Lokahófi MEMA 2019.

13.png
3-1.png

03 Heilsa og vellíðan

3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

Í MEMA 2018 luku fjögur teymi MEMA-hraðlinum. Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá Lokahófi MEMA 2018.

bottom of page