MEMA

Nýsköpunarhraðall Framhaldsskólanna

Í MeMa er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar með viðurkenndri aðferðarfræði notuð af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. 
Við viljum efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Með því að halda samkeppni milli framhaldsskóla um lausna leit í málaflokkum heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna viljum við efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega- og tæknilega samvinnu ungmenna.
Markmið verkefnisins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi.

 

SPRETTIRNIR OG NÝSKÖPUNARFERLIÐ

MeMa hraðallinn spannar alla haustönnina er einingabær sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi. Unnið er í teymum, en hver framhaldsskóli má skipa eitt fimm nemenda teymi.

ÞEKKINGARSPRETTUR

9. september

Þekkingarsprettur er fyrsta skrefið í því að útfæra góða hugmynd. Þekkingarspretturinn fer fram í Háskóla Íslands Á þekkingarspretti sitja nemendur fyrirlestra sérfræðinga á því sviði sem tekið er fyrir. Áskorun er alltaf valin út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

HÖNNUNARSPRETTUR

30. september - 2. október

Hönnunarsprettur er næst á dagskrá sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Þar fá nemendur verkfæri og handleiðslu í að útfæra hugmyndir sínar eftir nýsköpunaraðferðum stórfyrirtækja. Hönnunarspretturinn er byggir á aðferðafræði Design Sprint, hugmyndafræði sem hefur notið mikilla vinsælda hjá tæknifyrirtækjum víða um heim.

TÆKNISPRETTUR

21. október - 22. október

Tæknisprettur er því næst, en á tæknispretti þróa nemendur frumgerðir af hugmyndinni sinni. Tæknispretturinn fer fram í Fab Lab Reykjavík. Frumgerðinni er ætlað að vera prófanleg með hagsmuna aðilum.

LOKASPRETTUR

Nóvember

Prófanir og lokasprettur rekur lestina, en þar er frumgerðin prófuð með óháðum hagsmuna aðilum. Þar fá þátttakendur dýrmæta innsýn inn í huga notenda/hagsmuna aðila að lausninni. Besta lausnin er svo valin af dómnefnd.

 

NÝSKÖPUNARHRAÐALL Á SPRETTI

 

RÁÐGJAFAR MEMA 2019

SÆVAR HELGI BRAGASON

Sérfræðingur Þekkingarsprettur

HAFLIÐI ÁSGERISSON

Sprettstjóri
Hönnunar og Tæknispretta

HREFNA BRIEM

Forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði hjá Háskólanum í Reykjavík

ÞORBJÖRG SANDRA BAKKE

Sérfræðingur Þekkingarsprettur

EYJÓLFUR B. EYJÓLFSSON

Sérfræðingur Nýsköpunarmiðstöð Íslands

ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavíkur

MARTIN SWIFT

Sérfræðingur Þekkingarsprettur

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BACHMANN

Framkvæmdastjóri Vísindasmiðju HÍ

ÓLÖF VIGDÍS RAGNARSDÓTTIR

Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR

Samfélagsmiðlastýra RÚV

 
 

SAMSTARFSAÐILAR

 

Contact

Follow

©2019 by Fab Lab Reykjavík. Þóra Óskarsdóttir og Hafliði Ásgerisson