NÝSKÖPUNARHRAÐALL

Fyrir framhaldskólanema

VELKOMIN Í MEMA 2022 

MEMA 2022 timalina.png

Ný viðbót í Þekkingasprettinn

Í MEMA 2022 gefst þátttakendum tækifæri til þess að ráðast á raunverulega áskorun til þess að læra og tileinka sér aðferðirnar sem kenndar eru í hraðlinum. Áskorun hefur verið bætt við Þekkingasprettinn og hefur Hopp Reykjavík gefið MEMA leyfi til þess að rýna í áskorun sem þau gefa okkur. 

Hopp Reykjavík er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisvænum samgöngu lausnum.

Raunveruleg áskorun sem þátttakendur geta tengt við og komið sínum hugmyndum beint til fyrirtækisins er viðbót sem okkur hlakkar mikið til að keyra í gang!

Hopp_logo_green.png

Skólar skráðir á haustönn 2022

FB.png
Tskoli.png
MH.png
FSN.png
Kvennó.png
fmos01.png
download.jpg

Áfanginn gefur 5 einingar til stúdentsprófs. Sjá námskrá.

Á hverju ári er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna valið sem áskorun MEMA-hraðalsins, í ár verður Ekkert hungur tekið fyrir

Hvað er MEMA - MENNTAMASKÍNA ?

MEMA er nýsköpunarhraðall fyrir framhaldsskólanemendur þar sem þeir vinna að því að þróða hugmyndir sínar og koma þeim í verk í formi frumgerða. MEMA er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við t.d. Fab Lab Reykjavík, Háskóla Íslands, sérfræðinga og aðila úr atvinnulífinu. 

Í MEMA er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með málaflokka Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í lausnleit þeirra. MEMA byggir á verkefnalotum eða sprettum, sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MEMA er rík áhersla lögð á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Verkefnin er umfangsmikið og fara fram í gegnum fimm spretti: Þekkingar-, Hönnunar-, Tækni-, Þróun- og Lokasprettur.  

Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar samtímis sem þau efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega og tæknilega samvinnu ungmenna. 

 

Markmið verkefnisins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Einnig að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál.

 

Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið og hefur það vaxið með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Með þátttöku í MEMA gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu. 

​​

MEMA hefst strax og framhaldsskólar byrja kennslu í ágúst, nemendur skila inn lausnum sínum til dómnefndar í lok nóvember. Hraðlinum lýkur með verðlaunaafhendingu í lok haustannar. 

Sjá nánar um fyrri hraðla hér

3D Printer

SKIPILEGGJENDUR MEMA

75439298_10162676656745061_5208857974910

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

asdf.PNG

Andri Sæmundsson

  • Grey LinkedIn Icon

Tæknisérfræðingur
hjá Fab Lab Reykjavík

kri_visindasmidjan_gudrun_1200x800_edite

Guðrún Jónsdóttir Bachman

  • Grey LinkedIn Icon

Kynningarstjóri vísindamiðlunar við markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands

%C3%93l%C3%B6f_Vigd%C3%ADs_Ragnarsd%C3%B

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FLR LOGO (1).png
20160425111435!Merki-HÍ.png
reykjavik_logo_png.png
MRN merki - Copy (1).jpg
FB.png

HVAR FINNUR ÞÚ FAB LAB REYKJAVIK