top of page

NÝSKÖPUNARHRAÐALL

Fyrir framhaldskólanema

Skráning fyrir MEMA 2023 er hafin.

Hvað er MEMA ?

MEMA er viðurkenndur áfangi fyrir framhaldskólanemndur. Á sama tíma er MEMA hraðall eða samkeppni milli framhaldsskóla um lausnaleit í málaflokkum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til að efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega og tæknilega samvinnu ungmenna.


Sjá nánar um MEMA hér

Á hverju ári er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna valið sem leiðarljós í lausnaleit teymanna.
Haustið 2023 verður áhersla á 14. heimsamarkmiðið
​Líf í vatni

Hvað er gert í MEMA ?

Í MEMA vinna framhaldsskólanemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Verkefnin eru umfangsmikil og fara nemendur í gegnum fimm spretti sem leiða þá í gegnum hönnunar- og tækniferli.
Rík áhersla er lögð á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Verkefnin er umfangsmikið og fara nemendur í gegnum fimm spretti: Þekkingar-, Hönnunar-, Tækni-, Þróun- og Lokasprettur.
 
Sjá nánar um spretti hér.

5 sprettir MEMA tímalína

MEMA tímalína-2.png

Kynningarmyndband frá 2021

MEMA-hraðallinn hefur vaxið, frá fyrsta hraðlinum sem settur var í gang haustið 2018. Fab Lab Reykjavík leiðir MEMA-hraðalinn með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, ráðgjöfum og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Leiðbeinendur, kennarar og ráðgjafar eru ómetanlegur hlekkur í leiðsögn nemenda í gengum allt ferlið.  Með þátttöku í MEMA gefst nemendum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu. 

Skipuleggjendur MEMA

bryndis_edited.jpg

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

kri_visindasmidjan_gudrun_1200x800_edite

Guðrún Jónsdóttir Bachman

  • Grey LinkedIn Icon

Kynningarstjóri vísindamiðlunar við markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands

%C3%93l%C3%B6f_Vigd%C3%ADs_Ragnarsd%C3%B

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FBlogo_edited_edited_edited.png
FLR LOGO (1).png
20160425111435!Merki-HÍ.png
reykjavik_logo_png.png
MRN merki - Copy (1).jpg
bottom of page